Súkkulaði ♥

Lystarleysið er algjört, ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég gæti orðið svona svöng og innantóm og máttlaus og samt með gubbuna uppí hálsi og að ávextirnar, síðasta hálmstráið, væru óætir líka.

En þá kom Karítas í heimsókn og eftir rúmlega klukkutíma spjall þá skrapp ég út í búð og keypti mér kók og súkkulaði og namm. Í kvöld hitti ég svo yndislegt fólk sem hafði á orði hvað ég liti vel út. Auðvitað lítur maður vel út þegar maður borðar súkkulaði …. ♥♥♥

Lyfjabrunnurinn verður græddur í mig í næstu viku, það verður gott þegar það er búið.

Það er gaman að horfa byrjunina á þessum þætti “þú lítur vel út en ég lít dásamlega vel út” -það er svo mikill léttir að líta vel út, ég gæti alveg litið út eins og gömul herfa en ég geri það ekki, ég lít svo dásamlega vel út.