Sagan hans Skúla

Mér fannst gott að hlusta á Skúla segja sína sögu, hans barátta hefur greinilega verið mest eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann fékk fljótt greiningu og var eiginlega búinn að greina sig sjálfur aðeins 38 ára gamall. Margir góðir punktar hjá honum sem koma sér vel fyrir mig, t.d. þekki ég vel þetta “syndrome” að fá verki og vesen þegar kemur að myndatöku, maður bara ræður ekkert við hræðsluna sem lúrir undir niðri hjá manni og gýs svo upp við ákveðnar aðstæður.