Ég fór að verða svo gleymin að ég byrjaði að punkta hjá mér hvernig mér leið og á þessvegna ýmislegt efni sem ég finn í tölvunni og svo á ég líka afrit af öllum emailum sem ég sendi en ég var stundum að skrifa fólki hvernig allt var komið hjá mér, ég held að ég hafi verið að vonast til að einhver kæmi og gerði eitthvað en í dag þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það kannski ekkert undarlegt að fólk hafi ekki tekið mikið mark á mér þar sem allar rannsóknir sýndu ekkert og læknar og hjúkrunarfólk var greinilega mjög rólegt. Ég var jú með geðgreininguna og hafði verið á geðdeild og fólk dró væntanlega sínar ályktanir af því og gerði þá líka mína stöðu mun hættulegri.
Ég vil fá þunglyndisgreininguna þurrkaða út úr mínum sjúkraskrám, það er hættulegt að hafa þessa greiningu! Ég ætla aldrei að láta neinn geðlækni ákveða það fyrir mig framar hvort ég er þunglynd eða eitthvað annað, slíkir læknar munu hvergi koma nálægt mér aftur! Það er nefnilega svo hættulegt að koma fárveik inn á bráðamóttöku og fá framan í sig að vera með þessa greiningu og svo bara “þú mátt fara heim” og “allt í lagi bless”
Ég hef ekki talið upp öll einkennin en ætla að reyna að lista þau upp núna, ég skrifa það sem ég man og svo það sem ég á í tölvunni. Ég tek það fram að öll þessi einkenni komu í köstum og voru mismunandi mikil hverju sinni, ég tek það fram að öll þessi einkenni eru horfin núna.
::::
orkuleysi og mikill svefn
athyglisbrestur, fannst ég vera inn í þoku eða móðu, átti í erfiðleikum með að muna einföldustu hluti, hætti að kunna á forrit í tölvunni sem voru áður mjög auðveld fyrir mér, varð málhölt, kom ekki frá mér heilli setningu án þess að stama og hika
magakvalir
höfuðkvalir/migreni vinstra megin í höfði
taugaverkir vinstra megin í höfði, auga/eyra/nef/tennur
hálsbólga og svo komu kippir í hálsinn þannig að hann var stundum að lokast, mjög snökkt
útbrot á bringu
lömun í andliti
augun hálf lokuð
munnur hálf opinn og varir bólgnar
andlitið var eins og teygt niður
dofi í útlimum, oftar í fótum
heyrnin breyttist, erfitt að útskýra það en stundum var eins og að ég heyrði betur í því sem var lengra í burtu, stundum þoldi ég mjög illa öll hljóð
illt í augum og mjög ljósfælin
brunatilfinning í lófum og undir iljum
á tímabili talaði ég um að það væri eins og að aðdráttarafl jarðar hefði aukist, ég skildi ekkert í því hvað ég togaðist einhvernvegin niður, mér finnst svo augljóst núna að þetta var svona mikið máttleysi
alltaf kalt og alltaf þyrst
kláði
beinverkir og flensueinkenni
þurfti oft að pissa en það eins og annað kom í köstum
hendur og andlit var stundum úttúttnað og ég var virkilega afskræmd af bjúg
hægðatregða og niðurgangur til skiptis með endalausum verkjum
svimi og völt á fótum
missi raddstyrk og hvísla
Ég held að ég hafi ekki gleymt neinu en ef svo er þá mun ég bara minnast á það síðar.
===========================
Í morgun fékk ég fræðslu á krabbameinsdeildinni, mér fannst gott að fá að sjá hvernig þetta lítur út, fólk situr í extra stórum “lazy boy” stólum á meðan eitrinu er dælt inn í æð, það tekur ca 2 klukkustundir. Ég ætla að vera með sögur í eyrunum, ég vona að mér takist að einbeita mér að því að hlusta á eitthvað gott. Ég er allt í einu komin með mikið ofnæmi fyrir pólitíkinni, vil bara ekki hugsa um allt það ástand núna. Á morgun hitti ég skurðlækninn og svo er fyrsta innhelling af eitri á fimmtudag. Ég er búin að ákveða að vera með jólarauðan varalit