Ég fékk bréf frá lögfræðingnum í dag og hann segir mér að kærumálið sé enn hjá úrskurðarnefnd en hún fékk sérfræðiálit vegna málsins. Álitið er mjög jákvætt fyrir minn málstað og hann er bjartsýnn á að bótaskylda verði viðurkennd.
Ég er svo að vinna í því að ná sambandi við Þórarinn Ingólfsson, formann Félags íslenskra heimilislækna, ég ætla að ræða við hann um framvarðarsveitina sem hann sagði vera vel þjálfaða lækna í heilsugæslunni sem stæðu í framlínu heilbrigðisþjónustunnar. Það er mín krafa að þessir læknar kynni sér mitt mál og hvað hefði betur mátt fara.
Eitt sem kemur fram í útvarpsviðtalinu sem ég póstaði í síðasta bloggi, að heimilislæknar fá send afrit af öllum gögnum um sjúkling frá öðrum læknum. Ef þessi vinnubrögð eru ennþá notuð þá má alveg hætta þeim því að það er ekkert gert með þetta. Heimilislæknirinn minn sagði mér að hann myndi þá ekki gera neitt annað ef hann ætti að vera að lesa gögn frá öðrum læknum. Þetta þarf Þórarinn Ingólfsson að vita áður en hann fer í næsta útvarpsviðtal.