Hvað segja hæstráðendur um þetta?

Nú hef ég kvartað til umboðsmanns Alþingis yfir landlæknisembættinu og hann hefur tekið málið mitt til athugunar. Í dag skrifaði ég viðbótarbréf og nú hef ég ákveðið að hafa þetta allt opið, ég hef ekkert að fela svo það má allt koma fram. Nokkrir læknar komu að mínu máli til viðbótar þeim sem ég nefni í bréfinu og þar er efst á blaði Elísabet Benedikz þáverandi yfirlæknir bráðamóttöku og núverandi gæðastjóri Lsh og Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði. Þessir tveir læknar tóku á móti mér þegar ég kom með sjúkrabíl á bráðamóttöku í janúar 2008, Elísabet sagði að ekki yrði lagt í dýrar rannsóknir þar sem ég ætti sögu um þunglyndi, ég maldaði í móinn og þá sagðist hún vilja kalla út geðlækni á bakvakt og ég samþykkti það, Engilbert kom og á 10 – 20 mínútum sannfærði hann mig um að það þunglyndi sem ég væri með væri nú komið á nýtt stig og nú væri ég líklega komin með djúpt þunglyndi, hann hafði síðan samband við Kristófer Þorleifsson og fékk næsta tíma flýtt og í honum reyndi ég að mótmæla því að veikindi mín tengdust geði en það þýddi ekkert, ekki einu sinni þótt ég gréti fyrir framan hann, í dag er erfitt að hugsa til baka hvernig ég hefði átt að fá þessa lækna til að hlusta betur á mig. Krabbameinið hafði allavega verið að vaxa í 10 ár í ristlinum, það sagði minn góði krabbameinslæknir Halla Skúladóttir.

Bréfið sem ég skrifaði í dag :

KVÖRTUN MÁLSINS nr 8591/2015

er í stystu máli sú að í kjölfar leghálskrabbameins er ég, undirrituð greindist með árið 2000 og vinnumissis vegna hópuppsagnar, leitaði ég mér hjálpar til að fá unnið á vanda mínum á bráðamóttóku geðdeildar árið 2001 þar sem ég var snarlega greind sem þunglyndissjúklingur með þeim málalyktum að hver læknirinn á fætur öðrum (þ.m.t. Pétur Hauksson, Kristófer Þorleifson, Þórður Sigmundsson, o.fl) greindi mig með allra handa geðveiki (þunglyndi, geðhvarfasýki, drómasýki, kvíða, perónuleikatruflanir o.fl) sem mér var uppálagt að taka alls kyns geðlyf við (þ.m.t. Cibralex, Wellbutrin, Lamichtal, Nozinan, Trilafon, Seroquel, Efexor, Modiodal, Amfetamín, o.fl … ) þar sem þeir tóku ekki trúanlega kvartanir mínar um mín líkamlegu mein, sem reyndist, að því er í ljós kom í september árið 2010, þá ég fór í annað sinni í sjúkrabíl upp á bráðamóttöku og neitaði að fara fyrr en ég fengi greiningu, vera ristilskrabbamein á næst síðasta stigi.

Ef læknar hefðu hlustað og trúað því sem ég reyndi að segja þeim allar götur síðan árið 2000, og ég fengið rétta meðferð, væri heilsa mín betri í dag en ég er hreyfihömluð vegna taugaverkja. Verst þykir mér að vera nú háð því kerfi sem ég vantreysti en ég get samt sagt að ég fékk mjög góða þjónustu eftir að ég fékk loksins rétta greiningu. Ég er líka ósátt við að starfsferill minn endaði árið 2004 en ég hef unnið úti alla tíð, verið iðin og komið mér vel áfram þrátt fyrir litla menntun, ég var t.d. aðalbókari hjá lífeyrissjóði og innheimtustjóri hjá ferðaskrifstofu á síðustu árum en hef nú litla getu vinnu heilsu minnar vegna.

Meðfylgjandi eru klippur úr sjúkraskrá minni til rökstuðnings máli mínu.

Virðingarfyllst,
Matthildur Kristmannsdóttir
161053-2959

dags. 4.mars 2008

1

dags. 3.mars 2010

3

punktalínan neðst á þessu blaði er sett í staðinn fyrir tvö lyf sem ég fékk við narcolepsíu/drómasýki, það voru Modiadal og Amfetamín, drómasýki er ólæknandi sjúkdómur sem Kristófer fann út að ég væri með ofan á alla hina sjúkdómana sem hann greindi mig með, sem ég er ekki með.

dags. 8.nóv 2010

2

Já það verður fróðlegt að vita hvað umboðsmaður Alþingis segir um þessi vinnubrögð. Ég tel mig ekki þurfa að ráða til mín her lögfræðinga til að fá það viðurkennt að þetta hafi ekki verið eðlileg vinnubrögð!