Ég rakst hérna á smá frétt sem segir :
Almenn lyf drepa 3.500 Dani á ári
Næst á eftir krabbameini og hjartasjúkdómum valda almenn lyf flestum ótímabærum dauðsföllum í Danmörku. Politiken hefur þetta eftir Peter Götzsche, prófessor og yfirmanni Nordic Cochrane Centre, sjálfstæðrar rannsóknarstofnunar í heilbrigðismálum.
Götzsche segir lyfin draga um 3.500 Dani til dauða ár hvert.
Útreikningar hans séu byggðir á tölum frá heilbrigðisyfirvöldum og aðferðarfræði við samskonar rannsóknir í Bandaríkjunum og Noregi. Hann segir fáránlegt að almenn lyf, oftast lyfseðilskyld, verði svona mörgum að aldurtila.
Önnur rannsókn, unnin af sérfræðingum Lyfsalasambands Danmerkur, leiddi til svipaðrar niðurstöðu; lyf dræpu 2.000-5.000 manns ár hvert í landinu.
Oddvitar lyfjaframleiðenda efast þó um að svo margir deyi af völdum lyfja. Eigi að síður viðurkenna þeir að þó sum lyf geri mikið gagn við sumum sjúkdómum geti aukaverkanir þeirra verið alvarlegar, jafnvel lífshættulegar sumu fólki.
Þá séu ný lyf stundum sett of snemma á markað, áður en alvarlegar aukaverkanir þeirra komi fram.
Mikið er ég fegin að hafa hætt að fara að ráðum lyfjaóða og greiningarglaða geðlæknisins!