Góður dagur

Dagurinn í dag er góður dagur. Allt gengur einhvernvegin svo mikið betur í dag og ég finn enga þörf fyrir nöldur. Sýkingin er á undanhaldi og kvefpestin sem ruddist óboðin í heimsókn er að lagast líka. Ég finn talsverðan mun á sjálfri mér eftir að ég byrjaði að veita því athygli að ég þyrfti meiri ró, allt stress er mjög óhollt fyrir alla og virkilega vont fyrir veikt fólk. Ég fann á netinu ýmislegt fróðlegt að lesa um stress og áttaði mig á því að ég gæti gert ýmislegt sjálf sem myndi laga ástandið og ég er strax byrjuð að finna góð áhrif. Það er líka að gera mér mjög gott að vera umvafin eldkláru og góðu fólki hérna á líknardeildinni.

Mig langar að benda á bloggið hans Benjó en hann er alvöru Súperhetja og ekki nema 7 ára gamall.

Blackbird singing in the dead of night
Take these broken wings and learn to fly
All your life
You were only waiting for this moment to arise,
You were only waiting for this moment to arise,
You were only waiting for this moment to arise