Gimme Fæf

Í dag byrjaði ég í lyfjalotu nr fimm af átta, já þetta mjakast áfram sem betur fer. Innhellingin gekk vel í gegnum lyfjabrunninn, ég get ekki dásamað það nóg að hafa fengið þessa græju grædda í mig til að auðvelda innhellinguna. Svo var ég keyrð aftur á líknardeildina og sem betur fer því allt í einu fékk ég svæsið ofnæmiskast og þá var nú gott að vera umkringd læknum og hjúkrunarliði.

Andlega líður mér talsvert betur núna og grátköstunum hefur fækkað. Ég hélt að sterarnir hefðu viðhaldið þessum grátköstum mínum en mér skilst á læknunum að það sé stress sem viðhaldi þeim. Það er ca ár síðan að þessi grátköst byrjuðu og þá var nú ekki einu sinni búið að uppgötva krabbameinið en líklega hefur aðdragandinn, langvarandi veikindi mín gert það að verkum að ég datt oní þessi grátköst, ég var orðin mjög vonlaus. En núna er von og ég get hætt að gráta, ég vildi að ég gæti bara skrúfað fyrir en þetta er ekki svo auðvelt. Allt þetta ferli hefur tekið langan tíma og ég þarf minn tíma til að ná mér út úr þessu ferli, allavega gef ég mér alveg leyfi til að syrgja þau ár sem ég lá veik.

================================
Hér eru tvær greinar sem ég vil hafa í þessu bloggi.

Krabbamein í ristli og endaþarmi
Sjúkdómur sem má finna og lækna á forstigi

Vitundarvakning um ristilkrabbamein
Skrifað þriðjudagur, 29. okt – 2002

==========================================