Fólk segir frá öðrum til viðvörunar

robinRobin McGee er frá Nova Scotia í Kanada. Við höfum fylgst með baráttu hvor annarrar um tíma en við eigum svipaða sögu af ristilkrabbameini, báðar greindar eftir langa og erfiða göngu á milli lækna. Hennar ganga tók 661 dag frá því að hún hitti fyrsta lækninn og kvartaði um einkenni ristilkrabbameins, mín ganga tók 1390 daga (feb2007-okt2010) frá því að ég fékk fyrstu rannsókn vegna einkenna ristilkrabbameins. Við erum báðar haldnar sterkri þörf að vara fólk við hættunni, báðar skrifuðum við blogg og báðar vorum við á næst síðasta stigi krabbameinsins 3C og báðar erum við haldnar áfallaröskun í kjölfarið á þessari lífsreynslu sem var martröð líkust eða eins og Robin segir; It is everyone’s worst nightmare.

Robin er mjög dugleg og hefur nú gefið út bókina The Cancer Olympics þar sem hún rekur söguna sína frá upphafi til enda og hér á þessu youtube myndbandi talar hún um martröðina sem hver og einn getur lent í og hvað hún er að gera til að hennar lífsreynsla verði öðrum viðvörun um hættuna á þessu þögla krabbameini.

 

 

Hér segir Martin Ratermann sína reynslusögu, einn sepi fannst í ristilspeglun, sepinn var fjarlægður og Martin fékk að vita að krabbameinsfrumur hefðu fundist í sepanum og svo liðu sjö ár án eftirfylgni. Þessi reynsla hefði ekki þurft að verða svona erfið ef Martin hefði fengið leiðbeiningar um áframhaldið.