Febrúar 2010

hourglass-desktop-nexusÞetta skrifaði ég til konu sem ég fann á netinu, hún skrifaði blogg og sagði frá sínum sjúkdóm sem var Lupus. Á þessum tíma (febrúar 2010) var ég að skoða hvort ég væri kannski með sama sjúkdóm og hún og ég vildi fræðast um hvernig þetta lýsti sér, mér lá mikið á því ég fann að tíminn var að renna út en á þessum skrifum sést hvað gerðist, enn ein bull greiningin skall á mér frá geðlækninum Kristófer Þ. Ég var semsagt allt í einu komin með ólæknandi sjúkdóm og hann hóf meðferð við honum en viti menn, annaðhvort læknaðist ég eða þá að ég var aldrei með hann, alveg eins og með djúpa þunglyndið. Þetta tafði auðvitað að ég fengi rétta greiningu, ég bara veltist um með rangar greiningar og krabbameinið fékk meiri tíma til að skaða mig! Mér var líka bent á það um daginn að taugabólgan sem ég er með í dag getur átt sér fleiri orsakir en kannski bara krabbameinslyfjameðferðin, öll þau lyf sem Kristófer mokaði í mig að óþörfu gerðu mér ekki gott. Hann taldi mig þurfa 1,5 hámarksskammt af einu geðlyfinu og þegar hann ákvað að prufa fleiri tegundir á mér þá bætti hann þeim ofaná allt hitt. Fagmannlegt eða hitt þó heldur! Rannsóknirnar sem ég tala um í þessu emaili er þær rannsóknir sem ég kom mér sjálf í með því að giska á hitt og þetta og panta tíma hjá t.d. taugalækni og innkirtlasérfræðingi og þeir sendu mig í myndatökur.

———— email skrifað 24.febrúar 2010

2/24, 10:38pm
Matthildur Kristmannsdóttir

Hæ Solveig, þegar ég skrifaði þetta á síðuna þína þá var ég ekki komin með greiningu sjálf, ýmislegt var í

stöðunni og ég var skelfilega stressuð í öllum þessum rannsóknum, inn og út úr allskonar tækjum og tólum.

Ég var sjálf að reyna að finna hvað væri að mér með því að gúggla en læknarnir hafa verið þrjóskir við mig í

7 ár að ég væri með þunglyndi og ekkert annað. Fyrir tveimur árum veiktist ég mjög hastarlega og var lögð

grenjandi inn á geðdeild með þunglyndi, alveg sama hvað ég mótmælti þá var mér bara nánast sagt að þegja

og skilja þetta sem ég gerði ekki sem betur fer.

Ég fann meðal annars síðuna þína og vildi spurja þig um svo margt í sambandi við Lúpusinn en núna er

ég komin með greiningu og það er ekki Lúpus. Ég er með drómasýki, stundum köllum dúraveiki eða

dáslekja eða svefnflog eða svefnsýki, ég er ekki að grínast með öll þessi nöfn en á ensku heitir þetta

Narcolepsy og í mínu tilviki er ég með máttleysisköst líka eða á ensku Cataplexy. Ég get ekki ennþá skilið

hvað það tók langan tíma að finna út úr þessu en ég er nánast búin með geðheilsuna eftir þetta allt saman!

Gangi þér vel í myndatökunni Solveig mín, jú illu er best aflokið, ég var hætt að kvíða fyrir

myndatökunum, ég bara þráði að fá greiningu!

Kveðja af mölinni,
Maddý .. smile emoticon

——————

Ég fékk svo ekki rétta greiningu fyrr en 28 október 2010 en það var ekki Kristófer að þakka, hann neitaði mér um hjálp þegar ég leitaði til hans mjög veik í síðasta skipti og reyndar neitaði hann mér fyrir hönd alls heilbrigðiskerfisins þegar hann sagði við mig að það væri búið að rannsaka allt. En ég er nú reyndar búin að skrifa allt um það hér á þessu bloggi mínu. Núna bíð ég eftir fundi með Landlæknisembættinu. klukka