Bleika boðið!

Ég fékk þetta email frá Krabbameinsfélaginu í dag. Mér er boðið í þetta bleika boð og ég má kaupa mér bleika slaufu og það verður RISARISTILL á staðnum. FIMMTÍU OG TVEIR einstaklingar munu kveikja á bleikum blysum, það er talan á fólki sem deyr árlega vegna ristilkrabbameins. Núna í október eru 5 ár síðan ég greindist með ristilkrabbamein sem var komið á næst síðasta stig en hefði mátt greina mikið fyrr ef ég hefði fengið ristilspeglun, ég átti aldrei að fá þessa ristilspeglun, ég var með ranga greiningu og almennilegar rannsóknir voru ekki samþykktar fyrr en ég neitaði að yfirgefa bráðamóttöku og þá neyddust læknarnir til að láta undan mér, þessari frekjudós.

NÚNA, FIMM ÁRUM SÍÐAR HAFA 260 MANNS LÁTIÐ LÍFIÐ VEGNA ÞESSA SJÚKDÓMS OG KRABBAMEINSFÉLAGIÐ HELDUR VEISLU, BLEIKA VEISLU MEÐ RISARISTLI. Hvernig eru þessir 52 túlkaðir? Er þetta virðing við þá sem látast á einu ári, ég hreinlega skil ekki þessa veislu í heild sinni, með skemmtiatriðum og happdrætti og risaristli og súkkulaði og Páli Óskari.

Hvað eru margir sem fá laun fyrir það að undirbúa heilbrigðiskerfið okkar árum saman fyrir reglubundna skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Hvað kostar það samfélagið í peningum þegar læknar hunsa fólk árum saman sem kvartar um klínísk einkenni sem benda sterklega til ristilkrabbameins?

bleika boðið

Athyglisvert myndband um brjóstaskoðun!