Í gær hitti ég krabbameinslækninn minn og fékk að vita að blóðið mitt er í mjög góðu lagi, hún sagðist vera bjartsýn á að lyfjmeðferðin hafi tekist vel. Næst fer ég í sneiðmynd 15.júlí og fæ að vita niðurstöður 18.júlí, get varla beðið, það er soldið stressandi að bíða eftir þessum niðurstöðum en ég reyni mitt besta til að halda stressinu í lágmarki.
Ég er að komast á þann stað núna að mig langar ekki lengur til að hugsa/tala/skrifa um krabbamein en svo hrekk ég við þegar ég hugsa um það hvað margir deyja á hverju ári af völdum ristilkrabbameins og þá fæ ég þörf fyrir að vara fólk við, samt er mesti vindurinn farinn úr mér. Núna þarf ég endurhæfingu og svo þarf ég að finna mér vinnu og ég vona svo innilega að það bíði mín einhver staður þar sem ég get gert gagn, ég er svo löngu búin að fá upp í kok af því að vera lokuð inni í veikindum.