Alþingi
94.fundur
22.4.2015
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.
Upptökur <—– hlustaðu
Skv þessu og þeim upplýsingum sem ég hef lesið undanfarin ár þá hafa ca 260 manns látist úr ristilkrabbameini síðan ég greindist árið 2010. Það er verið að vinna í málinu núna og það var líka verið að vinna í málinu árið 2002 en þá gaf Landlæknisembættið út klínískar leiðbeiningar sem aldrei hefur verið farið eftir en lesa má hér : Klínískar leiðbeiningar
260 manns er mikill fjöldi þegar talað er um látið fólk vegna sjúkdóms, einn á viku, bara á Íslandi, deyr vegna ristilkrabbameins og það er sífellt yngra fólk sem verður þessum sjúkdómi að bráð!
Þessi þota er af gerðinni Airbus a330 og hún tekur 260 manns í sæti.
Hvað gerist í Íslensku samfélagi ef þota með 260 íslendingum hverfur á 5 ára fresti?