Nóvember 2010 var staðan ekki góð! en þá fékk ég loksins rétta greiningu og var skorin upp og smá saman hef ég fengið betri heilsu.
Nóvember 2024 er útlitið talsvert betra.
Ég er ánægð með að hafa farið burt frá Íslandi og hef ekki hugsað mér að snúa til baka! Ég reyni eins vel og ég get að stunda áhugamálin mín sem eru nokkur og hafa alltaf verið. Hér ætla ég að setja eitthvað af þeim myndum sem ég er að taka og hef tekið. Ég var ótrúlega dugleg að eltast við myndaefni á þeim árum sem ég varð alltaf veikari en svo varð ég að hætta sem var auðvitað skiljanlegt eða ég skildi það vel en það er svo ótrúlegt hvað margir skildu það bara alls ekki.
Já þessi ÞUNGLYNDA kona átti ýmis áhugamál. Eru læknar ekkert að taka það inn í jöfnuna? Nei því miður!
Sjáið þessi börn, þau elska að dunda sér við að bera sjóinn til mömmu sinnar.