Þegar heilsan mín byrjað að koma til baka þá gat ég ekki hætt að grúska í þessu öllu saman þrátt fyrir að mig langaði helst til að henda öllu frá mér og hlaupa bara eitthvað út í lífið, ég meira segja auglýsti íbúðina mína til leigu og ætlaði að fara eitthvað í burtu en þá var eins og kæmi risastór krumla sem kastaði mér af miklu afli inn í aðstæðurnar aftur, það var skelfileg upplifun, þá hófst lokabardaginn sem ég kýs sjálf að horfa þannig á að ég hafi unnið, ég á bara eftir að klára lyfjameðferðina, ég er búin að kaupa utanlandsferðina og fer næsta sumar til vinkonu minnar.
Já, ég hélt áfram að grúska og spá í þetta allt saman, ég hlaut að vera með ofnæmi og óþol fyrir einhverju í umhverfinu, þessvegna hafði ég lagast svona mikið þegar ég breytti um matarræði og henti út hreinsiefnum heimilisins og snyrtivörunum mínum. Ég rakst á grein HÉRNA sem ég spáði mikið í og spurði sjálfa mig margoft afhverju læknarnir hefði ekki byrjað á að spá í “hvort það þyrfti kannski að taka eitthvað út” áður en þeir sköffuðu mér lyf, ég fæ þetta ekki ennþá til að ganga upp, ég fékk bara endalausa lyfseðla og það spáði aldrei neinn í umhverfi mitt. Já, ég veit, það er ég sjálf sem ber fyrst og fremst ábyrgð á heilsunni minni en þarna var ég orðin mjög veik og þurfti hjálp og leitaði hjálpar en rak mig þá allsstaðar á áhugalaust fólk. Hvernig viljum við hafa samfélagið okkar? Allir ypptandi öxlum “mér kemur þetta ekki við”? Erum við tilbúin til að mæta slíku áhugaleysi sjálf?