Það er erfitt að lesa yfir email sem ég hef skrifað til annarra síðustu þrjú ár, alltaf að vonast eftir hjálp en ég var svo kyrfilega stimpluð þunglynd að það þýddi greinilega ekkert að skrifa eða tala við annað fólk, ég átti bara að fara í göngutúra. Oftast fékk ég engin svör við svona emailum, heimahjúkrun sagðist allt í einu ekki fá emailin sín og ef ég sendi henni sms þá fékk hún þau ekki heldur. Og geðlæknirinn minn hélt sig alltaf við það sama, þetta byrjar allt með döprum hugsunum Matthildur! Einu sinni man ég að heimahjúkrun sagði að; jú, það gæti nú kannski ferð að ég væri með einhvern “dularfullan” sjúkdóm en ég þyrfti samt að vera dugleg að hreyfa mig. Það var aldrei inn í myndinni að skilja ég gæti það ekki, ég átti bara að gera það!
Ég rakst á þetta myndband og las mér heilmikið til um þennan vírus, ég ákvað að fá rannsókn á því hvort ég gæti verið með hann. Buddan var orðin meira en tóm svo ég seldi göngubrettið til að eiga fyrir rannsókninni, ég kynntist fleira fólki sem er haldið síþreytu og við fengum lækni hér á landi til að annast blóðtöku og senda blóðið út í rannsókn til Belgíu.
Einn úr okkar hópi hafði samband við Harald Briem sóttvarnarlækni til að ath hvort það ætti ekki að gera einhverjar varúðarráðstafanir vegna blóðgjafa hér á landi eins og er verið að vinna í erlendis, nei, ekki að svo stöddu svaraði Haraldur. Við Íslendingar, sem erum svo oft svo framarlega, erum á moldarkofastiginu í þessum málum, Haraldur er auðvitað mjög upptekinn að koma út svínaflensusprautunum!
Krabbameinslyfjameðferðin gengur, ég get ekki sagt að ég sé að fara í gegnum hana án þess að finna fyrir því en það sem hjálpar mér 100% er að ég sé fyrir endann á þessu. Það var það erfiðasta síðustu þrjú árin að sjá aldrei fyrir endann á þessu.
Gleymum ekki þeim sem liggja veikir, ég er ekki að tala endilega núna um jólin, ég er að tala um ALLTAF!
Hér er gott dæmi um hvernig talað er við veikt fólk.