Líknardeildin í Kópavogi

Að mæta í Ljósið var of mikið fyrir mig, ég þarf meiri ró, núna fæ ég dagvistun tvo daga í viku á líknardeildinni í Kópavogi, ég hefði þurft að byrja í þessari vistun fyrir þremur árum síðan í stað þess að liggja hérna ein heima hjá mér og bíða. Það skiptir ekki máli hvað sjúkdómurinn heitir, krabbamein eða þunglyndi eða síþreyta eða eitthvað annað, ef fólk getur ekki lengur séð um sig sjálft eins og er í mínu tilviki þá þarf að hjálpa fólki. Til þess að geta lært að lifa með langvinnan sjúkdóm þarf fólk hjálp, veikt fólk á alveg nóg með sjálf veikindin. Það er ótrúlegt að horfa til baka á það hvernig ég gat orðið réttindalaus langlegusjúklingur ein heima hjá mér í allan þennan tíma og með fullri vitneskju lækna og hjúkrunarfólks. Var þetta fólk fullt af fordómum? Já maður spyr sig…!!!

===============
Aukaverkanir krabbameinslyfjanna eru ekki auðveldar núna en ég horfi fram á vegin full af bjartsýni. Ég er staðráðin í að nota mína reynslu í framtíðinni, ég mun aldrei þegja yfir því hvernig þetta var! Það gæti kannski einhver lært eitthvað af því sem ég hef að segja frá. Svo er líka gott að moka út …