Eitt símtal….

Stundum getur eitt símtal bjargað öllu og það gerði það í kvöld.

Ég útskrifaðist af líknardeildinni í dag eftir þriggja vikna dvöl og þegar ég var komin heim þá leið mér eins og að heimurinn væri að farast, lífið búið, enginn hér til að tala við, algjör þögn. Mig sárvantaði stuðninginn.

Ég fann tannpínu læðast inn í sálina mína og ég byrjaði hrapa …..

Ég hef verið í rannsóknum undanfarið og á eftir að fara í fleiri, ég er kvíðin, ræð bara ekkert við þennan lamandi kvíða.

Eitt símtal bjargaði mér frá því að ærast í þögninni, ég var minnt á að það sem ég er að ganga í gegnum er risastórt verkefni, það fer enginn auðveldlega í gegnum svona hluti, mér fannst gott að tala ……

Takk fyrir allar kveðjurnar hérna, ég kann að meta þær allar, það er gott að finna stuðning … ♥ …. ómetanlegt alveg.