Svört staða gefur þeim samt ekki heimild til að hraðgreina fólk, mér var vísað út af bráðadeild í janúar 2008 þrátt fyrir að vera fárveik, ég fékk svona hraðgreiningu; “þú átt sögu um þunglyndi” en ég átti líka sögu um krabbamein og áfram var ég fárveik í þrjú ár og kom aftur og aftur á bráðadeild og aftur og aftur var mér vísað út eða þar til að ég neitaði að fara og heimtaði að ég fengi alvöru greiningu á því hvað væri að mér. Það liggur við að ég geti sagt að það hafi verið barátta til síðasta blóðdropa því að ég var orðin svo blóðlaus að ég stóð ekki í fæturnar en samt átti ég að pilla mér út. Í framhaldi af þessari síðustu heimsókn (sept 2010) fékk ég rannsóknir og þá kom loksins í ljós hvað gekk að mér, ristilkrabbi kominn á þriðja stig sem hafði verið að vaxa í ristlinum í 10 ár og meira segja byrjaður að vaxa út úr ristlinum! Á hvaða stigi var þetta krabbamein í janúar 2008 þegar mér var fyrst vísað út af bráðadeildinni? Það kostar samfélagið meira ef sjúkdómar fá lengri tíma til að dreifa sér, mín krabbameinsmeðferð kostaði 700 þúsund á mánuði þannig að svona hraðgreining eins og ég fékk sparar ekkert og er lífshættuleg.
Núna er ég meðvitaðri um réttindi mín og þótt það sé mikið að gera hjá þeim þá á ég rétt á þjónustu, það á ekki að vísa veiku fólki út af heilbrigðisstofnunum á Íslandi, við höfum byggt upp þessa þjónustu með sköttunum okkar og læknar eru í vinnu hjá okkur sjúklingunum og þeir eru það menntaðir að þeir ættu vita að fólk getur verið með fleiri en einn sjúkdóm í einu!
==========
Annars er bara allt gott að frétta af mér, ég held mér fast í æðruleysið.
May it be the shadows call
Will fly away
May it be you journey on
To light the day
When the night is overcome
You may rise to find the sun
A promise lives within you now