Þetta er mynd af sjúkraskýrslu sem gerð var á Slysa og Bráðamóttöku (SBD)
Eins og sést þá stendur þarna að útskýrt hafi verið fyrir mér að búið sé að ÚTILOKA að eitthvað hættulegt sé á seyði. Það stendur líka að ég sé treg til að fara.
6 vikum eftir að þessi orð voru skrifuð fékk ég loksins ristilspeglun og þá kom krabbameinið í ljós!
Hér fyrir neðan er skýringarmynd á stöðu krabbameinsins, það var semsagt vaxið út í gegnum ristilvegginn og komið í eitlana. Stig 3C
Þessi vinnubrögð eru talin eðlileg af Sjúkratryggingum!