Það er allt ljómandi gott að frétta af mér, frá því í maí 2011 hef ég verið laus við krabbameinið, ekkert þunglyndi mælist, engin drómasýki, engin flogaveiki, ég er alls ekki með vangahvot (trigeminal neuralgia), engin útbrot, ekkert máttleysi og sef eins og engill á nóttunni en aldrei á daginn. Það sem hrjáir mig eru miklir verkir eftir lyfjameðferðina og stundum fæ ég smá kvíða. Áður en ég greindist með krabbameinið hafði ég verið veik í meira en áratug og var komin nálægt því að deyja þegar ég neitaði að ganga út af bráðamóttöku og heimtaði almennilegar rannsóknir sem urðu til þess að bjarga lífi mínu. Og já ég var með þriðja algengasta krabbamein sem greinist hjá báðum kynjum og mjög auðvelt að greina.
Ég er ennþá í baráttu við “kerfið”, ég vil fá viðurkenningu á því að mistök hafi átt sér stað og ég vil breytingar á kerfinu en það hlusta fáir. Kerfisfólkið er að rannsaka málið, gott hjá því, ég vona að rannsóknin gangi vel, þetta fólk er á launum hjá þjóðinni.
Hérna er stuttur fyrirlestur, hnitmiðaður og hittir í mark!