Snemmgreiningar

DadJacketEftir að ég fékk rétta greiningu, í október 2010, þá fór mér að detta svo margt skrýtið í hug, t.d. hvort sérfræðilæknar hefðu einhvern hag af því að hjálpa sjúklingum eins og mér að fá snemmgreiningu á krabbameinið. Það er allavega ekki hægt að segja að ég hafi fengið slíka snemmgreiningu og þegar ég hugsa málið þá finnst mér lítið rætt um snemmgreiningar nú orðið.

Í þessum útvarpsþætti ræðir Pétur Gunnlaugsson við Sighvat Björgvinsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Lýð Árnason lækni. Í þættinum kemur skýrt fram að sérfræðilæknar hafi hag af því að sjúklingar hlaupi á milli þeirra í leit að réttri greiningu. Það er margt fleira sem kemur fram í þessum útvarpsþætti sem mér þykir afar athyglisvert eftir að hafa verið hlaupandi sjúklingur á milli lækna til að fá hjálp Í MÖRG ÁR.

Í svari lögfræðings tryggingafélagsins sem sérfræðilæknarnir, sem brugðust mér, tryggja sig hjá, kemur eftirfarandi setning: “Enginn þessara lækna hefur sérþekkingu á sviði krabbameinslækninga.” og á það m.ö.o. að útskýra afhverju þeir brugðust mér. Reyndar sé ég í svari lögfræðingsins að hann hefur byggt heildarsvarið sitt á röngum upplýsingum og þá er niðurstaða hans líka röng en það er alveg rétt að ég fór ekki til krabbameinslæknis til að fá rétta greiningu. Svo velti ég því fyrir mér, hver sér um að laga rangar sjúkraskýrslur?

Mér dettur í hug alveg ótrúlegt mál sem má lesa um HÉRNA og hér fyrir neðan sést hvað það er sem mér finnst svo skrýtið m.v. að það eru læknar sem skila þessum vinnubröðgum en er kannski það sem svo margir þurfa að sætta sig við en fáir sem segja frá. Ég spyr, eru þetta fagmannleg vinnubrögð? Sýnir þetta virðingu gagnvart langvarandi illa verkjuðum sjúkling? Já, þarna átti að fela eitthvað eða líklega er ég bara illa innrætt að hugsa þannig, hver veit?

jó